N1 hækkar verð á bensíni

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Friðrik

Verð á bensíni hjá N1 hækkaði í dag um fjórar krónur eða úr 242,7 krónum yfir í 246,7 krónur fyrir hvern lítra.

„Helstu ástæður hækkunarinnar eru 6% hækkun á heimsmarkaðverði á bensíni, gengishækkanir á Bandaríkjadollar gagnvart krónu og aukin skattlagning,“ segir Eggert Þór Kristófersson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs N1.

Að sögn Eggerts hefur heimsmarkaðsverð á bensíni hækkað úr 976 bandaríkjadollurum á tonnið yfir í 1.035 dollara frá 3. janúar síðastliðnum. „Ef við skoðum allt árið 2011, þá var meðalverð á bensíni yfir allt árið 987 dollarar á tonnið,“ segir Eggert.

Rétt er að taka það fram að verð á dísilolíu hjá N1 hefur ekki hækkað.

Samkvæmt upplýsingum frá vefsíðunni GSMbensín hafa önnur olíufélög ekki hækkað verð á bensíni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert