Færri hyggjast snúa aftur

Hauststemning á bryggjunni í miðborg Osló.
Hauststemning á bryggjunni í miðborg Osló. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ný rann­sókn bend­ir til þess að flest­ir Íslend­ing­ar sem flutt hafa til Nor­egs muni ekki snúa aft­ur á næsta ára­tug. 60% þátt­tak­enda rann­sókn­ar­inn­ar voru í vinnu þegar þeir fluttu og flest­ir höfðu þeir lokið há­skóla­gráðu.

Rann­sókn­in sem um ræðir var bakka­lár­verk­efni Haf­dís­ar Hall­dórs­dótt­ur og Katrín­ar Þyrí­ar Magnús­dótt­ur í viðskipta­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík, sem bar titil­inn „Eru Íslend­ing­ar í Nor­egi lík­leg­ir til að snúa aft­ur til heima­lands­ins inn­an tíu ára?“

Þátt­tak­end­ur rann­sókn­ar­inn­ar voru 180 tals­ins og meðal­ald­ur þeirra 37 ár. 59% voru kon­ur en 41% karl­ar. Náð var til úr­taks­ins í gegn­um sam­skiptamiðil­inn Face­book, á síðum til­eink­un­um Íslend­ing­um í Nor­egi.

Í rann­sókn­inni var meðal ann­ars at­hugað hvers kon­ar störf­um fólk væri að sinna í Nor­egi og voru þau starfs­heiti sem mest voru nefnd bíl­stjóri, fé­lagsliði, kenn­ari, hjúkr­un­ar­fræðing­ur, pípu­lagn­ingamaður, smiður, verk­efna­stjóri og verk­fræðing­ur.

Alls þótti 46,1% þátt­tak­enda lífs­gæði sín hafa auk­ist mikið við flutn­ing­inn og 35,6% þótti þau hafa auk­ist. Lífs­gæði, tekju­mögu­leik­ar og at­vinnu­tæki­færi voru helstu ástæður þess að fólk ákvað að flytja til Nor­egs.

Ein til­gáta rann­sak­enda var að þátt­tak­end­ur með há­skóla­mennt­un væru lík­legri til að snúa aft­ur inn­an tíu ára en þetta reynd­ist ekki rétt. Í ljós kom að þeir sem eru með grunn­skóla­próf og fram­halds­skóla­próf eru lík­leg­ast­ir til að flytja aft­ur til Íslands á næsta ára­tug.

Mesta at­hygli vek­ur þó ef til vill að 50,4% þátt­tak­enda sagðist ekki myndu flytja aft­ur heim núna, jafn­vel þótt þeim byðist svipuð vinna og kaup­mátt­ur væri svipaður og úti. 25,1% sagðist myndu flytja heim en 24,6% voru óákveðnir.

Af þátt­tak­end­um fluttu 91% til Nor­egs á ár­un­um 2008-2011 en 29,3% sögðu mjög litl­ar lík­ur á því að þeir myndu flytja hingað aft­ur á næstu tíu árum jafn­vel þótt efna­hags­ástandið batnaði. 14,4% sögðu litl­ar lík­ur á því en 31,1% hvorki né. Aðeins 15,6% sögðu mjög mikl­ar lík­ur á því.

Sam­kvæmt rann­sókn­inni eru meðallaun Íslend­inga í Nor­egi rúm­ar 32 þúsund norsk­ar krón­ur, eða 676 þúsund ís­lensk­ar krón­ur, og nem­ur meðal­sparnaður þeirra á mánuði um 140 þúsund ís­lensk­um krón­um.

Rit­gerðin á vefsvæðinu skemm­an.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert