Gunnar Tómasson: Ákæra ESA gegn Íslandi

Gunnar Tómasson
Gunnar Tómasson

Gunnar Tómasson, hagfræðingur, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann fjallar um stefnu ESA gegn íslenskum stjórnvöldum. Hann segir það mat sitt að ákæra ESA stangist á við ákvæði tilskipunar Evrópusambandsins um innistæðutryggingar og sé liður í áframhaldandi þvingunaraðgerðum gegn Íslandi utan laga og réttar.

Þá segir Gunnar m.a.: Í alþjóðasamskiptum er beiting aflsmunar vísbending um rökþrot gerenda. Í Icesave-deilunni er ótvírætt að ákvörðun brezkra og hollenskra stjórnvalda um útborgun á Icesave-innstæðum í kjölfar bankahrunsins 6. október 2008 samrýmdist ekki ákvæðum Directive 94/19/EC. Nánar er vikið að því hér að neðan. Á ráðherrafundinum var hins vegar látið sem Icesave-deilan snerist um það hvort Directive 94/19/EC gilti um hrun heilla bankakerfa og skuldbindingar Íslands gagnvart Bretlandi og Hollandi ef svo væri.

Grein Gunnars Tómassonar má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka