Smáskjálftar í Mýrdalsjökli

Kort á vef Veðurstofunnar, sem sýnir hvar jarðskjálftarnir urðu í …
Kort á vef Veðurstofunnar, sem sýnir hvar jarðskjálftarnir urðu í dag.

Hrina smáskjálfta, sem eiga upptök sín nokkra kílómetra austur af Goðabungu í Mýrdalsjökli, hefur gengið yfir frá því í nótt en skjálftarnir gefa engar vísbendingar um aukna eða breytna virkni að sögn jarðfræðings á vakt hjá Veðurstofu Íslands.

„Þetta eru nokkrir smáskjálftar sem komið hafa í nótt og morgun en það er ekkert óvenjulegt, bara í takt við það sem verið hefur,“ segir Þórunn Skaftadóttir. „Það er ekkert sem bendir til þess að neitt sérstakt sé í gangi,“ bætir hún við.

Hrinan hófst upp úr kl. 4 í nótt og þéttist þegar leið á morguninn, segir Þórunn. Stærsti skjálftinn mældist 2,1 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert