Ákvörðun tekin án lögbundins samráðs

Nemendur í Hvassaleitisskóla.
Nemendur í Hvassaleitisskóla.

Foreldrar barna í Hvassaleiti funduðu í kvöld um þá ákvörðun borgaryfirvalda að hýsa miðstig Breiðagerðisskóla í húsnæði Hvassaleitis næstkomandi vetur. Í ályktun fundarins segir að ákvörðuninni sé alfarið mótmælt og að hún hafi verið tekin án lögbundins samráðs við skólaráð og skjólastjórnendur.

Þá segir að foreldrar mótmæli því að vera haldið utan við svo veigamikið hagsmunamál barna sinna, bæði hvað varðar samráð og upplýsingar. Telja þeir það brjóta í bága við ákvæði grunnskólalaga.

Í ljósi þessa krefst fundurinn að borgaryfirvöld afturkalli ákvörðun sína. Telja foreldrarnir brýnt að húsnæði fyrrverandi Hvassaleitisskóla verði fundið varanlegt hlutverk, til að koma í veg fyrir að það verði nýtt sem bráðabirgðahúsnæði fyrir hina og þessa starfsemi borgarinnar sem kann að vera á hrakhólum frá ári til árs.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert