Hallur Már -
Að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra, var um alvöru útbúnað að ræða sem komið var fyrir fyrir utan Hverfisgötu 4 í morgun. Ekki var þó hleðsla í sprengjunni þegar sprengjusveitin sprengdi hana um hálfellefuleytið í morgun. Líklega hefur hún sprungið fyrr í morgun.
Stefán vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið til að spilla ekki fyrir rannsókninni en hann segir lögreglu þó hafa nokkuð góða mynd af atburðarásinni. Öryggismyndavélar hanga utan á húsinu og ættu að hafa náð myndum af þeim sem kom sprengjunni fyrir. Veggspjöldum með pólitískum áróðri hafði verið komið fyrir skammt frá vettvangnum en Stefán gat ekki sagt til um hvort tenging væri þar í milli.