Verið er að rýma tvö hús neðst við Hverfisgötu en torkennilegur hlutur, sem er talinn vera leifar af sprengju, fannst þar í morgun. Samkvæmt heimildum mbl.is var tilkynnt um hvell þar í morgun. Sprengjuleitarvélmenni er á svæðinu.
Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar og sérsveit ríkislögreglustjóra eru á staðnum með sprengjueyðingarróbóta. Samkvæmt upplýsingum mbl.is fannst eitthvað sem líkist bensínbrúsa og við hann er áfastur torkennilegur hlutur.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er sprengjusveitarmennirnir byrjaðir að hreyfa við hlutnum.
Stórt svæði, allt frá Arnarhóli að Lækjartorgi og Ingólfsstræti, hefur verið girt af. Stjórnarráðið hefur ekki verið rýmt en þar stendur nú yfir ríkisstjórnarfundur.