Mikill viðbúnaður vegna sprengjuleifa

Lögregla hefur lokað af hluta Hverfisgötu í Reykjavík, eða frá Lækjargötu að Ingólfsstræti, eftir að þar fannst torkennilegur hlutur, sem er talinn vera leifar af sprengju. Hluturinn fannst við Hverfisgötu 4 í nágrenni við stjórnarráðið.

Rannsókn málsins er á frumstigi en fjölmennt lið lögreglu er á vettvangi ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra. Þá er sprenguleitarvélmenni á staðnum.

Tilkynning barst lögreglu um kl. 9. Fólk er hvatt til að halda sig fjarri svæðinu á meðan lögreglan athafnar sig.

Ekki er búið að rýma stjórnarráðið skv. upplýsingum þaðan. En verið að rýma hús við Hverfisgötu.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, er á vettvangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert