Ögmundur biðst afsökunar

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.

Ögmund­ur Jónas­son, inn­an­rík­is­ráðherra, seg­ist í grein í Frétta­blaðinu í dag hafa gert ein­stak­ling­um það upp að eiga sér þann draum helst­an að halda til á hót­el­um á kostnað skatt­greiðenda. Þetta hafi verið ómak­legt og ósann­gjarnt og hann biðji þetta fólk af­sök­un­ar.

Ögmund­ur sagði í þing­ræðu í síðustu viku að hætta væri á að svo­nefnt stofn­ana­veldi ánetjaðist Evr­ópu­sam­band­inu. 

„Hvernig stend­ur á því, að alltaf þegar born­ir eru upp samn­ing­ar inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins þá er stofn­ana­veldið, hvort sem það er verka­lýðshreyf­ing, at­vinnu­rek­enda­sam­tök, stjórn­sýsl­an, hlynnt en al­menn­ing­ur á móti? Það er vegna þess að búið er að fara með flug­vélarfarma viku eft­ir viku, mánuð eft­ir mánuð, út til Brus­sel þar sem fólk hefst við á kostnað rík­is­ins. Þetta fólk ánetj­ast Evr­ópu­sam­band­inu og vill ólmt halda áfram og fá að fara í fleiri ferðir, meiri hót­el­ferðir, meiri dag­pen­inga. Það er þess vegna sem stofn­ana­veldið ánetj­ast Evr­ópu­sam­band­inu," sagði Ögmund­ur.

For­svars­menn bæði BSRB og BHM gagn­rýndu um­mæli Ögmund­ar harðlega og í grein­inni í dag bregst hann við því. Seg­ir hann m.a. að það komi úr hörðustu átt þegar stjórn­mála­maður, sem sé ábyrg­ur fyr­ir því að senda fólk til verka á er­lendri grundu, tali til þess með þeim hætti sem hann gerði.

„En á móti vil ég biðja fólk að skilja hina eig­in­legu þunga­miðju í minni gagn­rýni. Hún er sú að hvort sem eiga í hlut ríki, sam­tök eða fyr­ir­tæki sem vilja vinna ein­stak­linga, hópa eða heil sam­fé­lög á sitt band, þá ástunda þau gjarn­an mark­visst að ánetja lyk­ilaðila með marg­vís­leg­um strok­um og vel­gjörðum. Evr­ópu­sam­bandið er sér­stak­lega bí­ræfið í þessu efni. Langt er síðan að þar á bæ var haf­ist handa um að bjóða hóp­um í „mennt­un­ar­ferðir" til Brus­sel og það er staðreynd að það get­ur orðið vanda­mál hvort sem er á Íslandi eða í Króa­tíu þegar hóp­ur lyk­ilfólks er hafður í bóm­ull  þar sem dekrað er við hann í hví­vetna; til verða vin­ir og lífs­venj­ur sem verða  mönn­um  kær­ar og eft­ir­sókn­ar­verðar," skrif­ar Ögmund­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert