Skiptar skoðanir um vegabréf gæludýra

Gæludýr sem komið er með til landsins þurfa að fara …
Gæludýr sem komið er með til landsins þurfa að fara í einangrun. Jim Smart

Skiptar skoðanir komu fram hjá þingmönnum á Alþingi í dag þegar rætt var um frumvarp, þar sem lagt er til að ekki þurfi að einangra gæludýr sem flutt eru inn til landsins, svo framarlega sem þeim fylgja nauðsynleg heilbrigðis- og upprunavottorð.

Fyrsti flutningsmaður er Helgi Hjörvar en meðflutningsmenn Ólína Þorvarðardóttir og Magnús Orri Schram. Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars að breytingarnar sem lagðar eru til séu sambærilegar reglum sem gilda í Evrópusambandslöndum um frjálsa för gæludýra innan sambandsins að því leyti að gert er ráð fyrir að gæludýrum fylgi svokallað gæludýravegabréf, sem gerir einstaklingum kleift að ferðast óáreittir með gæludýr sín, þ.m.t. hjálparhunda, allt frá Íslandi til Miðjarðarhafs.

Einn þeirra sem lýsti yfir efasemdum með frumvarpið var Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokks. Hann sagðist hafa fulla samúð með þeim sjónarmiðum sem fram kæmu í frumvarpinu en varaði við því að hættan sem fylgdi samþykkt þess væri alltof mikil. Stíga þyrfti varlega til jarðar, þar sem Ísland væri einangruð eyja með sérstakt vistkerfi og þyldi illa slys.

Sigurður benti á að menn gætui komið með vottun á vottun ofan en samt gæti illa farið. Í þessu sambandi minntist hann á brjóstapúðamálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert