Aldrei fleiri á Framadögum

Háskólinn í Reykjavík.
Háskólinn í Reykjavík. mbl.is/Ernir

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, setti Framadaga háskólanna í morgun í Háskólanum í Reykjavík. Alls taka 35 fyrirtæki þátt í Framadögum í ár og hafa aldrei verið fleiri.

Þessum árlega viðburði háskólanna og atvinnulífsins, sem fer nú í fyrsta sinn fram í Háskólanum í Reykjavík, er ætlað að gefa ungum háskólaborgurum tækifæri á að finna draumastarfið, hvort heldur í sumar eða sem framtíðarstarf, segir í tilkynningu.

Að Framadögum háskólanna standa alþjóðlegu stúdentasamtökin AIESEC. Þetta í 18. sinn sem þeir fara fram og gengur vegna þeirra sérstakur  strætó á milli aðalbyggingar Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík til kl. 16:15 í dag. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert