Róbert Spanó, prófessor við Háskóla Íslands, segist í meginatriðum geta tekið undir allt sem hafi verið haft eftir saksóknara Alþingis um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og heimild Alþingis til þess, þar sem ákæruvaldið væri í höndum þingsins.
Þeir fræðimenn sem komu á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í gær eru flestir sammála um heimild Alþingis til að afturkalla ákæru á hendur Geir.
Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að þeir voru hins vegar ekki einhuga þegar kom að því að meta hvort frumkvæði að niðurfellingu ætti að koma frá Alþingi eða saksóknara Alþingis.
Valgerður Bjarnadóttir er formaður nefndarinnar en gestir hennar voru Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, Ragnhildur Helgadóttir prófessor, Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, og Þórhallur Vilhjálmsson, lögfræðingur Alþingis.