Galdraskóli í Norðlingaholti

Lögun galdraseyðis er kennd í efnafræðitímum, galdrar kenndir á dönsku og myrkraöflin eru kortlögð á ensku á meðan quidditch er leikið í leikfimi. Svona hljómar stundaskráin í Harry Potter-smiðjunni í Norðlingaskóla. Nemendur tóku þátt í að skipuleggja námið sem hefur vakið mikla lukku.

Nemendum var skipt upp í hópa eða vistir líkt og í Hogwarts-skólanum og kepptu innbyrðis um stig. Þegar úrslitin voru kynnt voru fagnaðarlætin gríðarleg en í þetta skiptið var það Slytherin sem bar sigur úr býtum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert