Leitar að karlmanni og hvítum bíl

Maðurinn sást á eftirlitsmyndavélum á svæðinu.
Maðurinn sást á eftirlitsmyndavélum á svæðinu. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni og hvítri sendibifreið í tengslum við rannsókn hennar á sprengju sem fannst neðst á Hverfisgötu í Reykjavík í gærmorgun. Maðurinn er talinn hafa komið með sprengjuna í miðborgina. Hann er jafnframt talinn hafa ekið umræddum bíl sem er af gerðinni Renault Kangoo.

Fjölmargar ábendingar hafa borist lögreglu eftir að tilkynning hennar birtist í fjölmiðlum síðdegis í gær og úr þeim er unnið. Maður sem var á biðstöð fyrir strætisvagna neðst á Hverfisgötu hefur jafnframt gefið sig fram.

Rannsókn málsins er áfram í fullum gangi og sem fyrr er óskað eftir upplýsingum um fólk eða ökutæki á þessu svæði á tímabilinu 6.30-7 í gærmorgun. Þeim má koma á framfæri í síma 444-1000 en upplýsingar má einnig senda í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. Sömuleiðis er hægt að koma nafnlausum ábendingum á framfæri í síma 800-5005.

Mynd úr öryggismyndavél af hvítum sendiferðabíl sem maðurinn ók.
Mynd úr öryggismyndavél af hvítum sendiferðabíl sem maðurinn ók. Ljósmynd/Lögreglan
Sambærilegur bíll og maðurinn ók. Bíllinn er af gerðinni Renault …
Sambærilegur bíll og maðurinn ók. Bíllinn er af gerðinni Renault Kangoo. mbl.is
Mynd úr eftirlitsmyndavél af manninum sem lýst er eftir.
Mynd úr eftirlitsmyndavél af manninum sem lýst er eftir. Ljósmynd/Lögreglan
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert