Ríkið tekur til sín æ stærri hlut af bensínverði

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi á Alþingi í dag álögur sem stjórnvöld hefðu lagt á eldsneyti. Hann sagði að ríkið hefði aldrei áður tekið til sín eins margar krónur af hverjum seldum bensínlítra.

Bjarni sagði að þessar álögur væru mjög íþyngjandi fyrir landsbyggðina. Flutningskostnaður ykist stöðugt. Einu viðbrögð ríkisstjórnarinnar við háu eldsneytisverði væri að bæta enn í. Álögur ríkisins á eldsneyti hefðu hækkað um áramótin.

Bjarni sagði að það væri kominn tími til að snúa ofan af þessari þróun. Á þinginu hefði verið lagt fram frumvarp sem gerði einmitt ráð fyrir þessu. Eldsneytiskostnaður væri stór liður í útgjöldum heimilanna, en ríkisstjórnin gerði ekki neitt til að halda aftur af kostnaðarhækkunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert