Skorti pólitískar forsendur

Ármann Kr. Ólafsson.
Ármann Kr. Ólafsson. Brynjar Gauti

„Við mátum það svo að það væru ekki pólitískar forsendur fyrir því að halda þessum viðræðum áfram. En þetta er fullreynt í bili,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi. 

„Það bar í milli sums staðar og við náðum ágætlega saman í öðrum málum. En það var alltaf ljóst að það flækti myndina gagnvart okkur sjálfstæðismönnum að þarna voru tveir flokkar sem voru búnir að bindast sammælum um að fara ekki í viðræður hvor í sínu lagi.“

Ármann segist ekki vilja fara út í einstök málefni, en segir að engin skilyrði hafi verið sett í þessum viðræðum flokkanna þriggja. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert