Umferðarmerkjum stolið

Bolungarvíkurgöng
Bolungarvíkurgöng mbl.is/Helgi Bjarnason

Starfs­menn Vega­gerðar­inn­ar á Ísaf­irði urðu held­ur bet­ur hvumsa er þeir sáu að búið var að stela 12 um­ferðarmerkj­um úr Bol­ung­ar­vík­ur­göng­un­um og tveim um­ferðarmerkj­um af þjóðveg­in­um við Vatns­fjarðar­háls inni í Djúpi. 

Þjófnaður­inn upp­götvaðist í fyrra­dag, en ekki er vitað ná­kvæm­lega hvenær hann átti sér stað, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Vest­fjörðum.

Merk­in úr Bol­ung­ar­vík­ur­göng­un­um eru upp­lýs­ing­ar­merki með bók­stöf­um á frá A til L 50 x 60 sm að stærð, á blá­um gruni með hvít­um stöf­um . 

Skilt­in við Vatns­fjarðar­háls voru ann­ars veg­ar hinn hefðbundni þrí­hyrn­ing­ur með upp­hróp­un­ar­merki á „Önnur hætta“ og und­ir­merki þar við sem á stóð „Impassi­ble“.

Kostnaður við hvert þess­ara um­ferðarmerkja er 60.000 krón­ur eða sam­tals 840.000 krón­ur.

Hver sá sem get­ur gefið upp­lýs­ing­ar um þjófnaðina er beðinn um að hafa sam­band við lög­regl­una á Vest­fjörðum í síma 450 3731.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert