E-töflur haldlagðar á Akureyri

mbl.is/Árni Torfason

Í gær fram­kvæmdi lög­regl­an á Ak­ur­eyri hús­leit vegna gruns um fíkni­efnam­is­ferli. Við leit­ina fund­ust í íbúð rúm­lega 400 e-töfl­ur.

Einn maður var hand­tek­inn vegna máls­ins og yf­ir­heyrður. Hann játaði að eiga töfl­urn­ar og að hafa ætlað þær til sölu. Málið er í rann­sókn.

Lög­regl­an vill minna á fíkni­efn­asím­svar­ann 800-5005 og net­fangið info@rls.is og hvet­ur fólk til að að koma þar á fram­færi ábend­ing­um um fíkni­efna­mál.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert