Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2012 hafa verið kunngjörðar og verða verðlaunin afhent í Gamla bíói 18. febrúar. Kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Eldfjall, er tilnefnd til 13 verðlauna.
Borgríki, Á annan veg og Eldfjall eru tilnefndar sem bíómyndir ársins og þættirnir Heimsendir, Pressa 2 og Tími nornarinnar hljóta tilnefningar sem leikið sjónvarpsefni ársins.
Kvikmyndin Eldfjall er tilnefnd til 13 verðlauna, þar á meðal fyrir bestu leikstjórn, aukahlutverk karla og kvenna, kvikmyndatöku og hljóð.
Fimm þættir eru tilnefndir sem frétta- eða viðtalsþættir ársins; Guðrún Ebba, Gyrðir Elíasson, Kastljós, Landinn og Silfur Egils.
Þau Bogi Ágústsson, Egill Helgason, Gísli Einarsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson og Þóra Arnórsdóttir eru tilnefnd sem sjónvarpsmenn ársins. Þau starfa öll á RÚV.
Brynhildur Guðjónsson, Lilja Þórisdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Sara Dögg Ásgeirsdóttir hljóta tilnefninguna leikkona ársins í aðalhlutverki.
Björn Thors, Hilmar Guðjónsson, Sigurður Sigurjónsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Theódór Júlíusson eru tilnefndir sem leikarar ársins í aðalhlutverki.