Endurskoða þarf lög um sjóðina

Rannsóknarnefnd um starfsemi lífeyrissjóðanna kynnir skýrsluna á Grand hóteli.
Rannsóknarnefnd um starfsemi lífeyrissjóðanna kynnir skýrsluna á Grand hóteli. mbl.is/Kristinn

End­ur­skoða þarf lög um líf­eyr­is­sjóði og líf­eyr­is­sjóðakerfið í heild. Líf­eyr­is­sjóðirn­ir töpuðu á ár­un­um 2008-2010 sam­tals 479,7 millj­örðum króna. Þetta seg­ir í skýrslu nefnd­ar sem rann­sakaði líf­eyr­is­sjóðina á ár­un­um 2006-2009.

Í skýrsl­unni seg­ir að end­ur­skoða þurfi trygg­inga­fræðilegt mat til að tryggja meiri stöðug­leika í líf­eyr­is­rétt­ind­um. End­ur­skoða þurfi hlut­verk og eft­ir­lits­skyldu end­ur­skoðenda líf­eyr­is­sjóðanna.

Nefnd­in tel­ur að eft­ir­lit Fjár­mála­eft­ir­lits­ins með líf­eyr­is­sjóðunum sé of veikt. Mati á gæðum fjár­fest­inga, áhættuþátt­um og eft­ir­liti með því sé víða ábóta­vant.

Nefnd­in kemst að þeirri niður­stöðu að óvar­lega hafi verið farið með gjald­miðlavarn­ir líf­eyr­is­sjóðanna. Um­deilt sé hvort auka hafi átt gjald­miðlavarn­ir eft­ir mitt ár 2007. Upp­gjörsákvæði hafi vantað í gjald­miðlasamn­ing­um bank­anna og líf­eyr­is­sjóðanna. Nauðsyn­legt sé að setja ít­ar­legri ákvæði um gjal­miðlavarn­ir í lög og sjóðirn­ir þurfi að end­ur­skoða stefnu sína hvað þetta varðar.

Töpuðu sam­tals 480 millj­örðum króna

Í skýrslu nefnd­ar­inn­ar seg­ir að á ár­un­um 2008-2010 hafi líf­eyr­is­sjóðirn­ir tapað sam­tals 479,7 millj­örðum króna. Sjóðirn­ir hafi tapað 100 millj­örðum á skulda­bréf­um banka og spari­sjóða, 90 millj­örðum á skulda­bréf­um fyr­ir­tækja, 199 millj­örðum á inn­lend­um hluta­bréf­um, 22 millj­örðum á inn­lend­um hluta­bréfa­sjóðum, 24 millj­örðum á inn­lend­um skulda­bréfa­sjóðum, 6 millj­örðum á er­lend­um verðbréf­um og 36 millj­örðum á gjald­miðlavarn­ar­samn­ing­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert