„Erum að sigla í rétta átt“

Ómar Stefánsson.
Ómar Stefánsson.

„Þetta mjakast og kemur vonandi allt í ljós um helgina,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, en viðræður bæjarfulltrúa Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Y-lista Kópavogsbúa hafa staðið yfir síðan í gær. 

Spurður hvort búið væri að ákveða hver myndi gegna embætti bæjarstjóra sagðist Ómar engu vilja svara um það. „Við höfum aðeins rætt verkaskiptingu, en það er ekki tímabært að segja frá henni,“ segir Ómar.

Hann segir flokkana þrjá ná vel saman að mörgu leyti. „Það eru engin stór ágreiningsmál. Það skiptir sköpum að það sé sátt um þau málefni sem við ætlum að vinna saman að næstu tvö árin.“

Ómar er bjartsýnn á að árangur náist um helgina. „Ég tala auðvitað bara fyrir mig. En mér finnst við vera að sigla í rétta átt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert