Þjóðin klofin í afstöðu til ákæru

Andri Árnason og Geir H. Haarde fyrir landsdómi.
Andri Árnason og Geir H. Haarde fyrir landsdómi. mbl.is/Rax

Ekki er mark­tæk­ur mun­ur á af­stöðu lands­manna til þess hvort fella skuli ákæru á hend­ur Geir H. Haar­de niður eða ekki. 52% lands­manna vilja að ákær­an verði felld niður en 48% vilja það ekki. Þetta kem­ur fram í Þjóðar­púlsi Gallup og greint var frá í há­deg­is­frétt­um RÚV.

Lands­menn skipt­ast því í tvær jafn­stór­ar fylk­ing­ar í mál­inu.

Í könn­un­inni kem­ur fram að því hærri tekj­ur sem fólk hef­ur þeim mun lík­legra er það til að vilja að ákær­an á hend­ur Geir fyr­ir lands­dómi verði felld niður.

Einn af hverj­um fimm sem styðja rík­is­stjórn­ina vill fella niður ákær­una en 7 af hverj­um tíu sem ekki styðja stjórn­ina vilja fella hana niður.

94% kjós­enda Sjálf­stæðis­flokks­ins vilja fella niður ákær­una en aðeins 6% kjós­enda Vinstri grænna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert