Þjóðin klofin í afstöðu til ákæru

Andri Árnason og Geir H. Haarde fyrir landsdómi.
Andri Árnason og Geir H. Haarde fyrir landsdómi. mbl.is/Rax

Ekki er marktækur munur á afstöðu landsmanna til þess hvort fella skuli ákæru á hendur Geir H. Haarde niður eða ekki. 52% landsmanna vilja að ákæran verði felld niður en 48% vilja það ekki. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup og greint var frá í hádegisfréttum RÚV.

Landsmenn skiptast því í tvær jafnstórar fylkingar í málinu.

Í könnuninni kemur fram að því hærri tekjur sem fólk hefur þeim mun líklegra er það til að vilja að ákæran á hendur Geir fyrir landsdómi verði felld niður.

Einn af hverjum fimm sem styðja ríkisstjórnina vill fella niður ákæruna en 7 af hverjum tíu sem ekki styðja stjórnina vilja fella hana niður.

94% kjósenda Sjálfstæðisflokksins vilja fella niður ákæruna en aðeins 6% kjósenda Vinstri grænna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert