Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs ítrekaði á síðasta fundi sínum mikilvægi þess að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýrinni. Allir bæjarfulltrúar sammæltust um yfirlýsingu þar sem borgarstjórn Reykjavíkur er minnt á skyldur Reykjavíkur sem höfuðborg landsins gagnvart landsbyggðinni.
Þá segir að bæjarstjórn að eini valkosturinn við núverandi staðsetningu sé flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur en það myndi valda óviðunandi þjónustuskerðingu fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Þá hvetur bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs borgarstjórn til að „líta á flugvöllinn sem tækifæri til að standa undir hlutverki höfuðborgar með sóma. Einnig sem tækifæri til öflugrar uppbyggingar á flugtengdri starfsemi í kringum smærri borgarflugvöll, eins og þekkist í fjölmörgum borgum í Evrópu og Ameríku“.