Mest tap af Baugi og Existu

Skýrslan var kynnt í dag.
Skýrslan var kynnt í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lífeyrissjóðirnir töpuðu 77 milljörðum á viðskiptum við Baug og tengda aðila. Þeir töpuðu 171 milljarði á Exista hf. og tengdum aðilum. Tap vegna þessara tveggja aðila er um 64% af hluta- og skuldabréfaeign sjóðanna og 52% af heildartapi lífeyrissjóðanna á árinu 2008-2010.

Þetta kemur fram í skýrslu sem rannsóknarnefnd á starfsemi lífeyrissjóðanna kynnti í dag. Héðinn Eyjólfsson, einn nefndarmanna, segist telja að menn hafi almennt ekki gert sér grein fyrir hvað þessir tveir aðilar eiga stóran hlut í tapi sjóðanna. Í þessum tölum eru bæði hlutabréf og skuldabréf þessara fyrirtækja.

Nefndin sendi fyrirspurnir til lífeyrissjóðanna um hvernig hefði verið staðið að sölu og kaupum á verðbréfum. Spurt var sérstaklega um ákvarðanir lánanefnda sjóðanna. Héðinn sagði að í svörunum hefði komið fram að lánanefndir hefðu almennt ekki verið starfandi í lífeyrissjóðunum og ef þær voru starfandi voru fundargerðir ekki skráðar.

Héðinn sagði að það hefði skort á vinnu- og verkferlum. Sjóðirnir hefðu sent nefndinni kynningarefni bankanna þegar spurt var um mat þeirra á mat þeirra á einstökum fjárfestingum. Héðinn sagði að almennt hefðu lífeyrissjóðirnir ekki lagt sjálfstætt mat á stórum fjárfestingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert