Embætti sérstaks saksóknara mun ræða skýrsluna um lífeyrissjóðina, sem birt var í dag, á næsta fundi sínum með Fjármálaeftirlitinu. Sérstakur saksóknari segir þó of snemmt að segja til um það hvort hún gefi tilefni til rannsóknar hjá embættinu.
Hann segir að málið verði tekið fyrir á næsta fundi embættisins og Fjármálaeftirlitsins, sem verður haldinn fljótlega. „Ég reikna nú með því að við skoðum þetta, rétt eins og aðrar vísbendingar,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Spurður að því hvort skýrslan gefi tilefni til að embætti sérstaks saksóknara rannsaki fleiri mál sem tengist lífeyrissjóðunum, segir hann að það eigi eftir að koma í ljós.