Vefur RÚV, ruv.is, var valinn besti afþreyingar- og fréttavefurinn af Samtökum vefiðnaðarins í kvöld. Í úrskurði dómnefndar segir að vefurinn sé tæknilega vel útfærður og aðgengilegur og að fáir vefir standi jafnfætis ruv.is þegar komi að efnismiklu og fjölbreyttu innihaldi.
Aðalverðlaunin, besti íslenski vefurinn, hlaut Orkusalan.is.
Veittar voru viðurkenningar í ellefu flokkum. Betri Reykjavík þótti frumlegasti vefurinn og besti þjónustu- og upplýsingavefurinn var Landsbankinn.is.