Utangátta á Íslandi

Pólskir verkamenn á Íslandi.
Pólskir verkamenn á Íslandi. mbl.is/Brynjar Gauti

Aðeins einn af hverj­um átta Pól­verj­um sem tóku þátt í könn­un Efl­ing­ar meðal at­vinnu­leit­enda kvaðst geta haldið uppi al­menn­um sam­ræðum á ís­lensku. Er hlut­fallið aðeins 13%. Harpa Ólafs­dótt­ir, hag­fræðing­ur Efl­ing­ar, seg­ir þetta áhyggju­efni.

„Það er ljóst að sveigj­an­leiki fólks til að leita sér nýrra at­vinnu­tæki­færa skerðist veru­lega ef viðkom­andi hef­ur ekki tök á mál­inu. Könn­un­in leiddi ein­mitt í ljós að Íslend­ing­ar sóttu um mun fleiri störf en Pól­verj­ar,“ sagði Harpa.

Nýj­ar töl­ur yfir bú­ferla­flutn­inga er­lendra rík­is­borg­ara til og frá land­inu á síðasta ári sýna að þeir eru að ná jafn­vægi og að með sama áfram­haldi flytj­ist fleiri hingað en í burtu.

Í frétta­skýr­ingu um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að alls flutt­ust hingað 2.754 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar í fyrra eða nærri átta dag hvern, allt árið um kring. Inn­flytj­end­ur af er­lend­um upp­runa eru nú um 25.700 og fjölg­ar börn­um þeirra hratt ár frá ári.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert