Kostar allt að 88 milljónir

Landlæknir væntir þess að byrjað verði á aðgerðum sem fyrst.
Landlæknir væntir þess að byrjað verði á aðgerðum sem fyrst. reuters

Af 41 konu með PIP-brjósta­púða sem hef­ur verið ómskoðuð eru 34 með leka púða. Sam­svar­ar fjöld­inn því að rúm­lega 80% kvenn­anna séu með leka púða en gert hafði verið ráð fyr­ir að hlut­fallið myndi nema frá 1-7%.

Eft­ir að hafa yf­ir­farið nýja skýrslu frá vís­inda­nefnd Evr­ópu­sam­bands­ins um nýj­ar og vax­andi heilsu­vár sem kom út á fimmtu­dag hef­ur land­lækn­ir sent vel­ferðarráðuneyt­inu bréf þar sem mælt er með því að all­ir PIP-brjósta­púðar verði fjar­lægðir úr þeim kon­um sem þá hafa.

Í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Ragn­heiður Har­alds­dótt­ir, for­stjóri Krabba­meins­fé­lags­ins, ómskoðan­irn­ar, sem hóf­ust á fimmtu­dag, hafa gengið von­um fram­ar.  Land­lækn­ir hef­ur ákveðið að mæla með því að all­ir púðar verði fjar­lægðir úr kon­um en það er m.a. mat skýrslu­höf­unda vís­inda­nefnd­ar ESB að fyr­ir­byggj­andi brott­nám púðanna sé skaðminna en brott­nám eft­ir að þeir byrja að leka.

Áætlaður kostnaður við hverja aðgerð er 200 þúsund krón­ur og mun heild­ar­kostnaður við þær því nema allt að 88 millj­ón­um. Ekki verður greitt fyr­ir nýja púða, að sögn ráðherr­ans. „Nei, það stóð aldrei til að við mynd­um bera kostnaðinn af nýj­um púðum.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert