„Ég vil að almannatryggingakerfið tryggi lífeyri til lágmarksframfærslu. Lífeyrissjóðir eiga ekki að sjá um samtrygginguna - aðeins um viðbótarlífeyri,“ segir Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, á Facebook-síðu sinni í dag. Hún bætir því við að í nágrannalöndum Íslands sé meira jafnvægi á milli lífeyrissjóða- og almannatryggingakerfa og þar af leiðandi minni hætta á tapi lífeyrissjóða.
„Samtryggingin hefur verið notuð til að réttlæta að skuldsett heimili séu blóðmjólkuð til að bæta tap sjóðanna. Fjármagna á lágmarkslífeyrinn með skatti á inngreiðslur í lífeyrissjóðina. Skatturinn mun minnka umfang sjóðanna sem voru fyrir hrun orðnir of stórir fyrir íslenskt efnahagslíf og tóku því mikla áhættu í fjárfestingum sínum,“ segir Lilja.
Facebook-síða Lilju Mósesdóttur