Lífeyrissjóðirnir fjármagni Hverahlíðavirkjun

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, upplýsti á opnum fundi Samfylkingarinnar í Árborg sem fram fór í gær að lífeyrissjóðirnir myndu sjá um að fjármagna Hverahlíðavirkjun á Hellisheiði en ekki Orkuveita Reykjavíkur. Sagðist Björgvin sáttur við að þannig yrði staðið að málum.

Gert er ráð fyrir að Hverahlíðavirkjun verði allt að 90 MW jarðvarmavirkjun og segir á fréttavefnum Dfs.is í dag að Björgvin hafi ennfremur sagt á fundinum að hann gerði ráð fyrir því að  slegist yrði um þá orku.

Frétt Dfs.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert