Neitaði að yfirgefa fangaklefann

mbl.is/Hjörtur

Tæplega þrítugur karlmaður lenti í átökum við dyraverði á árshátíð sem fram fór í austurhluta Reykjavíkur samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins.

Maðurinn var fluttur á lögreglustöð en þegar þangað var komið neitaði hann alfarið að gefa upp nafn. Í kjölfarið var hann vistaður í fangaklefa og fundust þá á honum skilríki.

Skömmu síðar kom kona hans til þess að sækja hann en þá brá svo við að hann neitaði að yfirgefa fangageymslur.

Hann gistir nú fangageymslu að sögn löreglunnar og verður gerð önnur tilraun til að koma honum út þegar líða fer á morguninn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert