Nýtt nafn kostar 125 milljónir

Nýtt nafn og merki Skýrr.
Nýtt nafn og merki Skýrr.

Kostnaður við að breyta nafni Skýrr í Advania er áætlaður um 125 milljónir króna af lögmönnum fyrirtækisins. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag og er þar vitnað í andmæli Advania sem send voru sýslumanni vegna kröfu félagsins Advance um lögbann á nýja nafnið.

Haft er eftir Stefáni Hrafni Hagalín, upplýsingafulltrúa Advania, að heildarkostnaður við nafnbreytinguna sé „langt innan marka á heildarkostnaði við markaðsmál samstæðunnar á árunum 2011 og 2012“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert