Telur lítið standa út af

Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins.
Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins.

„Þetta mjak­ast aðeins áfram í dag,“ seg­ir Ómar Stef­áns­son, odd­viti fram­sókn­ar­manna í Kópa­vogi, aðspurður um stöðuna í viðræðum um mynd­un meiri­hluta í bæj­ar­stjórn. Viðræður hafa staðið yfir á milli fram­sókn­ar­manna, sjálf­stæðismanna og Y-list­ans.

Ómar seg­ist gera ráð fyr­ir að fundað verði áfram seinnipart­inn í dag. „Það stend­ur lítið út af held ég. Ég met það þannig en síðan er það auðvitað spurn­ing­in hvort ég sé einn um að telja að svo sé.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert