2/3 hlutar verði í eigu ríkisins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að úthlutun virkjanaleyfa til stærri virkjana en 5-10 MW verði háð því að tveir þriðju hlutar viðkomandi orkufyrirtækis séu í eigu ríkis eða sveitarfélaga.

Í tillögunni er einnig lagt til að lagt verði mat á kosti og galla þess að selja lífeyrissjóðunum allt að 30% af Landsvirkjun og hvort skynsamlegt sé að leggja raforkusæstreng til Evrópu.

Einnig verði verkefnafjármögnun einstakra framkvæmda skoðuð.

Tilgangur tillögunnar er að skapa grundvöll fyrir hlutlausu mati á þeim sjónarmiðum sem snúa að þessum áhugaverðu en umdeildu álitamálum.

Flutningsmenn tillögunnar eru Sigurður Ingi Jóhannsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Siv Friðleifsdóttir og Ásmundur Einar Daðason.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert