Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi lögðu til árið 2009 að loka ríkisreknum menningarstofnunum í sparnaðarskyni. Þar á meðal Þjóðleikhúsinu.
Samkvæmt Fréttablaðinu kom þetta fram í máli Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra á Alþingi á föstudag.
Lagði AGS til að leikhúsið, Listasafn Íslands og Þjóðminjasafnið yrðu lokuð í þrjú ár. Var þessum hugmyndum hafnað af hálfu íslenskra stjórnvalda.