Ekki tilefni til að víkja

Hauk­ur Haf­steins­son, fram­kvæmda­stjóri LSR, seg­ir að ekk­ert hafi komið fram í út­tekt­ar­skýrslu Lands­sam­bands líf­eyr­is­sjóða sem gefi til­efni til að hann eigi að segja af sér. Hann var gest­ur í Kast­ljósþætti kvölds­ins.

Fram kom í út­tekt­ar­skýrslu Lands­sam­bands líf­eyr­is­sjóða að heild­artap Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins og Líf­eyr­is­sjóðs hjúkr­un­ar­fræðinga hafi verið 100 millj­arðar kr.

„Það er ekk­ert í skýrsl­unni sem gef­ur til­efni til þess að ég segi af mér. Það er ekk­ert sem kem­ur þar fram sem ekki hef­ur verið vitað áður og ekki hef­ur verið gerð ít­ar­leg grein fyr­ir á okk­ar veg­um í starf­sem­inni, og í árs­skýrslu sjóðsins,“ sagði Hauk­ur.

Fram kom að Hauk­ur hafi fengið greidd­ar 18,3 millj­ón­ir kr. í árs­laun árið 2009. Hauk­ur seg­ir að all­ar upp­lýs­ing­ar um launa­mál­in hafi verið gefn­ar upp í árs­skýrslu sjóðsins í mörg ár. Að öðru leyti vildi hann ekki ræða sín launa­mál.

Hann seg­ir að líf­eyr­is­sjóðirn­ir hafi verið að glíma við af­leiðing­ar al­var­legr­ar alþjóðlegr­ar efna­hagskreppu. „Mitt hlut­verk er að reyna að tak­marka tjónið og byggja upp að nýju. Og það ætla ég að gera,“ sagði Hauk­ur.

Hann seg­ir að meg­inniðurstaða út­tekta­nefnd­ar­inn­ar í tengsl­um við tap líf­eyr­is­sjóðanna sé fall bank­anna. „Þeir benda hins veg­ar á að það sé ým­is­legt sem megi skoða og það mun­um við vissu­lega gera.“

Hann seg­ir að öll gagn­rýni sem hafi komið fram í skýrsl­unni verði tek­in til greina.

Spurður út í viðskipti sjóðsins í fé­lög­um sem tengd­ust Ex­ista og Baugi, þá seg­ir Hauk­ur að menn geti velt því fyr­ir sér hvort þetta hafi verið of stórt hlut­fall í eigna­safn­inu.

„En höf­um það í huga að þessi fé­lög voru fyr­ir­ferðar­mik­il á ís­lensk­um hluta­bréfa­markaði og fyr­ir­ferðamik­il í út­gáfu á skulda­bréf­um. Og lög­in um líf­eyr­is­sjóði, þau gera ráð fyr­ir því að líf­eyr­is­sjóðirn­ir fjár­festi fyrst og fremst í skráðum bréf­um. Þess vegna var það kannski eðli­legt að sjóðirn­ir voru að fjár­festa í þess­um bréf­um. En ég ít­reka það og und­ir­strika það, að þarna voru menn í öll­um til­vik­um langt inn­an við þau mörk sem líf­eyr­is­sjóðum er markað í þess­ari lög­gjöf sem gilda um þá,“ sagði Hauk­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert