Fagna flugi til Húsavíkur

Vél frá flugfélaginu Örnum.
Vél frá flugfélaginu Örnum.

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar fagnar því að flugfélagið Ernir hefur ákveðið að hefja áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur í vor. Í ályktun sem samþykkt var á fundi í kvöld segir að þrátt fyrir að flugfélagið hafi gefið út að áætlunarfluginu sé ætlað að standa til 30. september, bindi Framsýn miklar vonir við að framhald verði á því enda verði nýtingin á fluginu góð.

„Öflug ferðaþjónusta og fyrirhuguð uppbygging á orkufrekum iðnaði í Þingeyjarsýslum kalla á góðar samgöngur til og frá svæðinu, ekki síst í lofti. Þá er mikilvægt að heimamenn verði duglegir að nýta sér þennan nýja ferðamáta frá Aðaldalsflugvelli, enda fylgir honum bæði tíma- og fjárhagslegur sparnaður á ferðalögum,“ segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert