Kristján Þór: Verðtryggðu lánin

Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór Júlíusson

Frá því í október 2008 hefur verðtryggingin fengið að herja óáreitt á skuldsett heimili landsins. Verðbólga frá ársbyrjun 2008 er nálega 40 prósent og lánþegar þessa lands hafa mátt horfa á lánin sín hækka um þá upphæð auk hárra vaxta, segir Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Og Kristján heldur áfram: „Þeir fjármunir hafa runnið í hirslur fjármálafyrirtækja og fjárfesta. Með nokkrum sanni má segja að þetta fyrirkomulag hafi hneppt stóran hluta þjóðarinnar á besta aldursskeiði, 25-40 ára, í skuldaþrælkun og stuðlað að stórfelldum flutningi á eignum frá einum þjóðfélagshópi til annars.“

Kristján telur áherslur stjórnvalda rangar. Lánastofnanir gangi fyrir og minna fari fyrir umræðunni um kostnað lánþeganna.

Grein Kristjáns Þórs má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert