Tap lífeyrissjóðanna svipað og hjá þeim evrópsku

Skýrsla um fjárfestingar lífeyrissjóðanna fyrir hrun
Skýrsla um fjárfestingar lífeyrissjóðanna fyrir hrun mbl.is/Gúna

Íslensku lífeyrissjóðirnir töpuðu 380-390 milljörðum eftir að efnahagshrunið brast á í október 2008 og til 2010. Það er um 22% af heildareign sjóðanna fyrir hrun.

Innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna rýrnaði um 95 milljarða fyrstu níu mánuði ársins 2008. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að eignarýrnun margra evrópskra lífeyrissjóða af völdum hrunsins 2007-2009 hafi verið rúm 20%. Munurinn hjá þeim og íslensku sjóðunum sé að innlend mynt þeirra hafi ekki hrunið.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag hrósar Arnar óháðu úttektarnefndinni fyrir skýrsluna sem kynnt var á föstudag og sagði hana mun ítarlegri en hann bjóst við. Hann sagði að lífeyrissjóðirnir hefðu oft verið inntir eftir umfangi taps þeirra af völdum hrunsins.

„Við höfðum áætlað að tapið myndi losa um 20% af heildareignunum,“ sagði Arnar. Það er nálægt 360-370 milljörðum. Þess ber að geta að lífeyrissjóðirnir miðuðu við 30. september 2008, síðustu mánaðamót fyrir hrunið. Í skýrslunni er hins vegar miðað við 1. janúar 2008. Sé eignarýrnun lífeyrissjóðanna í innlendum hlutabréfum upp á 95 milljarða fyrstu níu mánuði ársins 2008 bætt við sé niðurstaðan sé því áþekk.

Erlend hlutabréf í eigu lífeyrissjóðanna féllu einnig í verði í aðdraganda hrunsins. Það mildaði áhrifin á eignasöfnin að krónan veiktist á sama tíma svo virði erlendu hlutabréfanna í krónum talið hélst nær óbreytt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert