Þyrlan lögð af stað

TF-GNÁ
TF-GNÁ mbl.is/Eggert

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er þyrla gæslunnar lögð af stað til þess að aðstoða breska göngumanninn sem slasaðist í morgun.

Í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er maðurinn við Vegamótavatn en hann ætlaði að ganga þvert yfir landið á skíðum í fjáröflunarskyni.

Fjórir bílar frá björgunarsveitunum Dalbjörg í Eyjafirði og Súlum á Akureyri hafa verið ræstir út til öryggis ef þyrlan kemst ekki á staðinn. Einnig voru fjórir vélsleðar sendir af stað þar sem snjóþungt er á svæðinu og færðin gæti verið erfið fyrir bíla. Bílarnir eru komnir upp úr Eyjafirðinum.

Lögreglan á Húsavík hefur haft samband við manninn og að eigin sögn er hann úlnliðsbrotinn. Talið er að hann hafi slasast við fall. Maðurinn er með tjald og er ekki illa haldinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert