Afbrigðilega hlýtt veður

Hann blés allhressilega á höfuðborgarsvæðinu í gær en þar hefur …
Hann blés allhressilega á höfuðborgarsvæðinu í gær en þar hefur rok og rigning tekið við af kafaldssnjó síðustu viku. mbl.is/Sigurgeir S.

Síðustu daga hafa orðið hröð umskipti í veðri hér á landi. Á meðan Vetur konungur hefur skyndilega fjarlægst á „fögru landi ísa“ hafa íbúar sunnar í Evrópu verið minntir rækilega á návist hans.

Kuldabelti sem teygir sig langt niður eftir álfunni, til Mið- og Suður-Evrópu, hefur valdið töfum á samgöngum í lofti og á landi. Síðustu vikuna hefur verið tilkynnt um yfir 300 dauðsföll sem rekja má beint til frosthörku undanfarinna daga. 

Í Morgunblaðinu í dag útskýrir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur þau umskipti sem urðu á veðrinu fyrir viku þannig að loft ættað frá Rússlandi eigi greiðari leið en áður inn yfir Vestur-Evrópu og jafnvel suður til Miðjarðarhafsins og því kólni á meginlandi Evrópu. „Íslendingar njóta góðs af í veðurfari, þar sem suðlægir vindar beina milda loftinu yfir Atlantshafið og hingað norður eftir og alveg til Svalbarða. Í stað þess, líkt og er búið að vera frá því í byrjun desember, að loftið leitaði beinustu leið til austurs inn yfir meginland Evrópu. Þannig var kuldanum haldið í skefjum þar en með þeim afleiðingum að hjá okkur,“ segir Einar, „hefur verið í kaldara lagi og frekar úrkomusamt, með snjókomu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert