Verð á bensínlítranum hefur hækkað hjá Shell í kvöld, og er nú komið yfir 250 krónur. Er því um fimm króna hækkun að ræða. Önnur olíufélög hafa enn ekki hækkað verð hjá sér, ef marka má vefsvæðið gsmbensin.is.
Verð á bensínlítra hjá Shell er 250,90 krónur, og á dísil 256,80 krónur. Verð á dísil er víðast hvar annars staðar rúmum þremur krónum ódýrara.
Algengasta verð á bensínlítranum á höfuðborgarsvæðinu er því enn 245,70 krónur hjá Olís og N1, og 245,50 hjá ÓB og Atlantsolíu. Þá er verðið 245,40 hjá Orkunni.