Elsta skipið hátt á sjötugsaldri

Þorsteinn GK 15 kemur til hafnar á laugardag með um …
Þorsteinn GK 15 kemur til hafnar á laugardag með um þrjú tonn úr fyrsta róðri vetrarins. mbl.is/ Erlingur Thoroddssen

Elsta fiskiskipið í flotanum er eikarbáturinn Þorsteinn GK 15, sem gerður er út frá Raufarhöfn. Báturinn var smíðaður í Falkenberg í Svíþjóð árið 1946.

Útgerðarmaður og skipstjóri er Önundur Kristjánsson og er hann nokkru eldri en báturinn, fæddur árið 1933 og því 78 ára gamall.

Í umfjöllun um aldursforseta fiskveiðiflotans í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að næstir í aldursröðinni eru hvalbátarnir Hvalur 8 og Hvalur 9. Þeir voru smíðaðir 1948 og 1952.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert