Flokkur lýðræðis og velferðar

Frá blaðamannafundi Lilju Mósesdóttur og nýja flokksins í Iðnó.
Frá blaðamannafundi Lilju Mósesdóttur og nýja flokksins í Iðnó. mbl.is/Ómar

Nýtt stjórn­mála­afl und­ir for­ystu Lilju Móses­dótt­ur kynn­ir stefnu­mál sín í dag. Flokk­ur­inn ber heitið Samstaða, flokk­ur lýðræðis og vel­ferðar og er með lista­bók­staf­inn C. 

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hef­ur stjórn flokks­ins verið skipuð, hún mun sitja fram að fyrsta lands­fundi flokks­ins, en tíma­setn­ing hans hef­ur ekki verið end­an­lega ákveðin.

Formaður flokks­ins er Lilja Móses­dótt­ir alþing­ismaður, vara­for­menn eru Sig­urður Þ. Ragn­ars­son jarð- og veður­fræðing­ur og Agnes Arn­ar­dótt­ir, at­vinnu­rek­andi á Ak­ur­eyri.

Rit­ari er Ragný Þóra Guðjohnsen, bæj­ar­full­trúi í Garðabæ, gjald­keri er María Grét­ars­dótt­ir banka­starfsmaður og meðstjórn­end­ur Sig­ur­jón Nor­berg Kærnested verk­fræðing­ur og Krist­björg Þóris­dótt­ir sál­fræðing­ur og fyrr­ver­andi formaður Lands­sam­bands fram­sókn­ar­kvenna.

Auður Hall­gríms­dótt­ir at­vinnu­rek­andi er í vara­stjórn Sam­stöðu.

Flokk­ur­inn var stofnaður í Borg­ar­f­irði 14. janú­ar síðastliðinn.

LIlja Mósesdóttir
LIlja Móses­dótt­ir Krist­inn Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka