Höskuldur Þórhallsson: Vaðlaheiðargöngin

Höskuldur Þór Þórhallsson
Höskuldur Þór Þórhallsson

Umræðan um Vaðlaheiðargöng hefur verið afar ósanngjörn. Svo virðist sem örfáir einstaklingar hafi náð að taka málið í gíslingu og kasta rýrð á forsendur verkefnisins, segir Höskuldur Þór Þórhallsson alþingismaður í grein í Morgunblaðinu í dag.

Höskuldur segir að Vaðlaheiðargöng séu einhver mikilvægasta samgöngubót landsins. Þau komi til með að auka samkeppnishæfni svæða sem eru köld í atvinnulegu tilliti, tengja saman byggðarlög og auka umferðaröryggi.

„Allt sem viðkemur Vaðlaheiðargöngum þolir dagsljósið. Það staðfestir skýrsla IFS greiningar þar sem skýrt kemur fram að allar forsendur um umferð um göngin og umsvif á framkvæmdatíma séu réttar og þarfnist ekki frekari skýringa,“ segir Höskuldur en grein hans má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert