Í ljósi reynslunnar voru þetta mistök

Pétur H. Blöndal alþingismaður.
Pétur H. Blöndal alþingismaður. mbl.is/Ómar

Pét­ur H. Blön­dal alþing­ismaður seg­ir að í ljósi reynsl­unn­ar geti hann tekið und­ir að það hafi verið mis­tök af Alþingi að auka heim­ild­ir líf­eyr­is­sjóðanna til að kaupa hluta­bréf. Nefnd sem rann­sakaði líf­eyr­is­sjóðina gagn­rýn­ir þess­ar laga­breyt­ing­ar.

Alþingi breytt lög­um um líf­eyr­is­sjóði á ár­un­um 2004 og 2006 og jók heim­ild­ir þeirra til að kaupa hluta­bréf úr 35% í 60%. Pét­ur var á þessu tíma formaður efna­hags- og skatta­nefnd­ar Alþingi á þess­um tíma.

„Ef maður ger­ir ráð fyr­ir að stjórn­ir líf­eyr­is­sjóðanna séu fag­leg­ar og geri það sem þær eiga að gera þá ætti þetta vera allt í lagi. Þessi laga­breyt­ing var rök­studd á sín­um tíma með hætti að verið væri að auka mögu­leika sjóðanna til að fjár­festa. Lög­in voru far­in að þrengja að mögu­leik­um sjóðanna til fjár­fest­inga.“

Pét­ur seg­ir að hafa verið í huga að líf­eyr­is­sjóðirn­ir hafi að meðaltali verið langt und­ir mörk­un­um, bæði fyr­ir og eft­ir þessa laga­breyt­ingu. Þetta hafi því ekki haft af­ger­andi áhrif varðandi áhættu sjóðanna.

„Þegar maður sér hvað stjórn­ir líf­eyr­is­sjóðanna voru lítið fag­leg­ar þá má segja að eft­ir á hyggja hafi þetta verið mis­tök. Það hefði þurft að halda bet­ur í hönd­ina á þeim og passa þá bet­ur. Maður spyr sig hins veg­ar hvers vegna stjórn­mála­menn þurfi að hafa vit fyr­ir stjórn­end­um líf­eyr­is­sjóðanna.“

Pét­ur seg­ist ekk­ert vilja skor­ast und­an ábyrgð í þessu sam­bandi þó hon­um finn­ist skýrslu­höf­und­ar dá­lítið vera að reyna að sveigja ábyrgðina frá stjórn­um líf­eyr­is­sjóðanna yfir á lög­gjaf­ann.

Pét­ur seg­ir að ein­hug­ur hafi verið á Alþingi um að gera þá breyt­ingu að auka heim­ild­ir líf­eyr­is­sjóðanna til að kaupa hluta­bréf. Stjórn­ar­andstaðan hafi stutt breyt­ing­una.

Pét­ur seg­ir í sam­tali við DV í dag að hann úti­loki ekki að segja af sér þing­mennsku. Hann seg­ir við mbl.is að þetta sé ekki nýj­ar vanga­velt­ur „Ég hef alla tíð verið að velta fyr­ir mér að hætta á þingi. Þetta er ekk­ert óskap­lega eft­ir­sókn­ar­vert starf. Mér finnst samt að stjórn­ir sjóðanna beri meiri ábyrgð í þessu máli og ættu frek­ar að hætta en ég. Mér þætti ein­kenni­legt ef ég þyrfti að hætta út af þessu vegna þess að ég er bú­inn að vara við þessu alla tíð. Ég skrifaði grein í Morg­un­blaðið 1994 sem hét „Fé án hirðis“, sem er ein­mitt um það sem ger­ist þegar menn fara að valsa með annarra manna fé.

Ég hef lagt fram frum­varp á Alþingi sem geng­ur út á að sjóðsfé­lag­ar eigi líf­eyr­is­sjóðina, að það eigi að upp­lýsa hvern sjóðsfé­laga um verðmæti rétt­indi hans og einnig að sjóðsfé­lag­ar kjósi stjórn­ir sjóðanna. Það er ein­mitt lagt til í skýrsl­unni að sjóðsfé­lag­ar kjósi stjórn­ir sjóðanna, að vísu er til­lag­an dá­lítið veik því aðeins er lagt til að sjóðsfé­lag­ar kjósi einn full­trúa.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert