„Lífeyrissjóðakerfið byggist á braski“

Ögmundur Jónasson í Kastljósi í kvöld.
Ögmundur Jónasson í Kastljósi í kvöld. Mynd/ruv.is

 „Líf­eyr­is­sjóðakerfið bygg­ir á braski,“ sagði Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra sem svaraði í Kast­ljósi Rík­is­út­varps­ins í kvöld fyr­ir stöðu sína í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins. Ögmund­ur sagði ekk­ert ólög­legt hafa verið gert en menn hefðu ekki átt annarra kosta völ en að braska með fjár­muni.

Ögmund­ur sagði að það sem gerst hefði hjá líf­eyr­is­sjóðunum hefði verið, að þeim var gert að fjár­festa í ís­lensk­um fé­lög­um skráðum á markaði. Það hafi verið ís­lensku bank­arn­ir og fleiri í þeim dúr. Þegar þessi fyr­ir­tæki hrundu urðu sjóðirn­ir fyr­ir skakka­föll­um.

Hann sagði að hugs­an­lega hefðu sjóðirn­ir getað farið með meiri hluta fjár­muna sinna til út­landa, en benda megi á það, að þar hafi einnig orðið hrun.

Þá sagði Ögmund­ur, að skoða þyrfti málið í víðara sam­hengi. Líf­eyr­is­sjóðirn­ir högnuðust veru­lega á ár­un­um fyr­ir hrun. „Ef þú kaup­ir hluta­bréf á hundrað krón­ur sem svo hækka upp í þúsund krón­ur. Hvort tap­ar þú hundrað krón­um eða þúsund krón­um?“ spurði Ögmund­ur þátt­ar­stjórn­anda Kast­ljóss, Helga Selj­an, en svaraði sjálf­ur: „Sam­kvæmt bók­haldi tap­ar þú þúsund krón­um. En það verður að skoða þetta í þessu sam­hengi.“

Ögmund­ur sagðist sann­færður um að Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins hefði farið að lög­um í einu og öllu, en hefði engu að síður verið að braska með fjár­muni. „Allt kerfið var að braska,“ sagði Ögmund­ur og bætti við að hann hefði verið sá eini á Alþingi sem mót­mælt hefði lag­aramm­an­um sem sett­ur var og samþykkt­ur í kring­um líf­eyr­is­sjóðina. „Ég sagði á þingi að þetta væri stór­kost­lega hættu­legt, að setja þá í þessa brask­stöðu.“

„Spila­búll­an“ Ísland hrundi

Ögmund­ur skýrði það svo að með lag­aramm­an­um sem samþykkt­ur var á þingi hefði líf­eyr­is­sjóðunum verið gert að fara á markað og leita eft­ir há­marks­ávöxt­un. „Við sett­um líf­eyr­is­sjóðina út á markað og lét­um þá braska með pen­inga.“ Hann sagði starfs­menn sjóðanna hefðu ekki átt neinna annarra kosta völ. „Það var ekk­ert ólög­legt sem gert var, en þegar spila­búll­an Ísland hrundi urðu líf­eyr­is­sjóðirn­ir fyr­ir skakka­föll­um.“

Að end­ingu sagði Ögmund­ur að taka þyrfti líf­eyr­is­sjóðakerfið til end­ur­skoðunar og þing­menn að velta fyr­ir sér hvort þeir vildu hafa þá áfram í þessu kerfi sem gengi út á brask.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert