Leggja til stofnun þjóðgarða

Friðland að Fjallabaki
Friðland að Fjallabaki Rax / Ragnar Axelsson

Þrettán náttúruverndarsamtök leggja til að hægar verði farið í frekari orkuuppbyggingu í jarðvarma og vatnsafli og fleiri svæðum verði hlíft en drög að þingsályktunartillögu um verndun og orkunýtingu landssvæða gera ráð fyrir.

Á næstu dögum má vænta þess að þingsályktunartillaga iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra verði lögð fram á Alþingi. Þrettán náttúruverndarsamtök skiluðu í nóvember síðastliðnum sameiginlegri umsögn um drög að tillögu ráðherranna.

Þau leggja til að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendi Íslands. Skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir samtökin í nóvember sýndi að meirihluti aðspurðra væri hlynntur hugmyndinni um slíkan þjóðgarð. Samtökin leggja enn fremur til að stofnaður verði eldfjallaþjóðgarður á Reykjanesskaga og að Jökulsárnar í Skagafirði og dýrmæt náttúrusvæði í Skaftárhreppi fari í verndarflokk, svo eitthvað sé nefnt.

Í yfirlýsingu frá samtökunum 13 segir að þau fagni því sérstaklega að í drögunum er lagt til að dýrmæt náttúruverndarsvæði fari í verndarflokk. Þar á meðal Jökulsá á Fjöllum, Þjórsárver, Kerlingarfjöll, Friðland að Fjallabaki, Gjástykki, Bitra og Grænidalur.

Eftirfarandi samtök stóðu að umsögninni:

Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi
Félag um verndun hálendis Austurlands
Framtíðarlandið
Fuglavernd
Jöklahópurinn Skagafirði
Landvernd
Náttúruvaktin
Náttúruverndarsamtök Íslands
Náttúruverndarsamtök Suðurlands
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands
Náttúruverndarsamtök Vestfjarða
NAUST
Sól á Suðurlandi
SUNN

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert