Nýtt skip bætist í flotann

Torbas var fyrir skömmu á Eskifirði.
Torbas var fyrir skömmu á Eskifirði.

Norska fjölveiðiskipið Torbas er á leið til Íslands en Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað er að kaupa skipið. Torbas lagði af stað til Íslands í gær og er von á því til nýrrar heimahafnar á morgun, miðvikudag.

Skipið var smíðað í Noregi árið 2000. Það ber um 1.850 tonn og er fjölveiðiskip. Verður það með stærstu skipum fiskveiðiflotans og getur bæði veitt í troll og nót. Í því er mjög öflugt kælikerfi til að kæla aflann í lestunum.

„Þetta er endurnýjun á skipastól okkar,“ sagði Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Hann sagði að skipið fengi nafnið Börkur og skráningarstafina NK 122. Það leysir því af hólmi eldra skip með því nafni sem smíðað var 1968 og Síldarvinnslan keypti frá Noregi 1973. Gamli Börkur NK verður gerður út áfram um sinn undir nýju nafni og loðnuvertíðin kláruð á honum, að sögn Gunnþórs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert