Reykjavík eina sem hækkaði

Reykvíkingar eru þeir einu sem þurfa að greiða hærra útsvar
Reykvíkingar eru þeir einu sem þurfa að greiða hærra útsvar mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á útsvari og álagningu fasteignagjalda hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins fyrir árið 2012. Í ljós kom að útsvarsprósentan er óbreytt frá árinu 2011 hjá 14 sveitarfélögum af 15 og að 13 af 15 sveitarfélögunum innheimta hámarks leyfilegt útsvar.

Útsvarsprósentan er óbreytt frá árinu 2011 hjá 14 sveitarfélögum af þeim 15 fjölmennustu á landinu. Eina sveitarfélagið sem hækkar útsvarið að þessu sinni er Reykjavík sem hækkar úr 14,4% í 14,48%. 13 af þeim 15 sveitarfélögum sem skoðuð voru innheimta leyfilegt hámarksútsvar sem er nú 14,48%. Lægst er útsvarið 13,66% í Garðabæ og 14,18% á Seltjarnarnesi.

Mest hækkun fasteignamats í Árborg

Vegna hækkunar á fasteignamati hækka fasteignagjöld íbúðareiganda á milli ára. Hækkar fasteignamatið í öllum þeim hverfum/sveitarfélögum sem verðlagseftirlitið skoðaði að þessu sinni bæði fyrir fjölbýli og einbýli, nema hjá Fjarðabyggð-Reyðarfirði en þar var lækkun á sérbýli um 4%.

Fasteignamat fyrir fjölbýli hækkaði hjá öllum 15 sveitarfélögunum fyrir öll hverfi, hækkunin er frá 0,5% upp í 19%. Mest var hækkunin hjá Sveitarfélaginu Árborg 19%, í Vestmannaeyjum 16% og í Reykjavík vestan Bræðraborgarstígs 13%, segir í tilkynningu frá ASÍ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert